24.11.2008 | 10:11
Efling rannsókna í ferðamálum
Það er vissulega fagnaðaefni að ráðherra ferðamála Össur Skarphéðinsson hafi tekið rannsóknir í ferðamálum upp á sína arma. Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF), sem rekin er sameiginlega af Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri og Háskólanum á Hólum (með starfsmenn við allar þrjár stofnanir), hefur lagt fram ítarlegar rannsóknaáætlanir til 8 ára á þremur áherslu sviðum. Snúast þau um hagræn áhrif ferðaþjónustu, umhverfi og ferðamennsku og menningu og ferðaþjónustu. Leiðarljós RMF og skilgreint í áherslum, sýn og stefnumótun, eru öflug samskipti við atvinnugreinina. Rannsókna og þróunarsetur við Hóla verður því greininni mikil lyftistöng hvað það varðar. Næsta skref er svo að gera okkur kleift að koma af stað þeim víðtæku grunnrannsóknum sem greinin þarf svo sárlega á að halda og skilgreindar eru í áætlunum þremur.
Ferðaþjónusta efld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Edward Hákon Huijbens
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar